3,8% atvinnuleysi (1)
Í dag, föstudaginn 21. mars eru 6.164 einstaklingar á
atvinnuleysisskrá opinberra vinnumiðlana. Miðað við fjölda
starfandi skv. vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í nóvember sl. nemur
þessi fjöldi 3,78% af mannafla. Frá síðasta fimmtudegi hefur
atvinnulausum á skrá fækkað um 36, en þá var hlutfallið 3,81%. Nú
eru álíka margir atvinnulausir í síðari hluta mars og voru um
miðjan febrúar. Þróun undanfarinna mánaða, í átt til vaxandi
atvinnuleysis, virðist því hafa stöðvast. Hlutfallslegt
atvinnuleysi er það sama hjá körlum og konum (3,8%). Línuritið
sýnir þróunina frá áramótum, þegar atvinnuleysi mældist 3,1%.
(Smellið á myndina)