3,6% atvinnuleysi (1)

Í dag, föstudaginn 31. janúar eru 5.915 einstaklingar á atvinnuleysisskrá opinberra vinnumiðlana. Miðað við fjölda starfandi skv. vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í nóvember sl. nemur þessi fjöldi 3,6% af mannafla, nánar tiltekið 3,64%. Þetta er fjölgun um 142 manns á einni viku, eða sem nemur um 0,1% af mannafla. Föstudaginn 24. janúar hafði atvinnulausum á skrá fjölgað um 129 manns á einni viku, einnig um 0,1% af mannafla. Þá samsvaraði atvinnuleysið 3,55% af mannafla á vinnumarkaði. Hlutfallslegt atvinnuleysi er það sama hjá körlum og konum. Línuritið sýnir þróunina frá áramótum, þegar atvinnuleysi mældist 3,1%.

Heimild: Vinnumálastofnun. Mælingum fyrir einstaka daga er ekki haldið til haga á vef stofnunarinnar, sem skýrir eyðuna milli 31. desember 2002 og 17. janúar 2003.