33 leiðir til að uppfæra Ísland

Á hugmyndavefnum www.uppfaerumisland.is má nú finna 33 leiðir til að uppfæra Ísland, styrkja menntakerfið og efla atvinnulífið. Samtök atvinnulífsins opnuðu vefinn í aðdraganda aðalfundar SA og óskuðu eftir góðum hugmyndum til að gera Ísland að betri stað til að búa á.  Vefurinn verður efldur á næstu vikum og mánuðum en stefnan hefur verið sett á að ná 100 hugmyndum að uppfærslu Íslands fyrir sumarið.

SA hvetja alla hugmyndaríka til að taka þátt.  Tilgangurinn með leitinni er ekki að finna "bestu" hugmyndina, eina stóra töfralausn sem breytir öllu til hins betra á einu bretti. Markmiðið er frekar að draga fram sem flestar hugmyndir sem eiga það sameiginlegt að vera bæði áþreifanlegar og framkvæmanlegar. Hugmyndir sem hægt er að tala um, meta og gera eitthvað úr.

Sjá nánar:

www.uppfaerumisland.is

Tengt efni:

Tillögur SA að uppfærslu Íslands - 18. apríl 2012 (PDF)

Uppfærðu Ísland - komdu með hugmynd