3,2% kaupmáttaraukning launa

Á tímabilinu frá 1. ársfjórðungi 2002 til 1. ársfjórðungs 2003 hækkuðu regluleg laun að meðaltali um 5,1%. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 1,9% og samkvæmt því jókst kaupmáttur launa að meðaltali um 3,2% á tímabilinu. Sjá nánar í fréttabréfi Kjara-rannsóknarnefndar.