2,8% atvinnuleysi í október
Í októbermánuði síðastliðnum voru skráðir 93.408 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 4.059 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þessar tölur jafngilda 2,8% af áætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis um mannafla á vinnumarkaði í október 2003. Áætlaður mannafli á vinnumarkaði í október 2003 var 144.328.
Meðalfjöldi atvinnulausra var um 4% meiri í október eða að meðaltali 155 fleiri en í september en er um 15% meiri en í október árið 2002. Í október 2002 var meðalfjöldi atvinnulausra 10,9% meiri en í september 2002, í október 2001 fjölgaði um 16,1% milli sömu mánaða en í október 2000 fjölgaði atvinnulausum hins vegar um 5,2% frá september.
Mest atvinnuleysi á Suðurnesjum og
höfuðborgarsvæði
Atvinnuleysi minnkar á Norðurlandi vestra, en eykst annars staðar,
og er nú alls staðar meira en í október árið 2002 nema á
Austurlandi og Vesturlandi þar sem það hefur minnkað. Atvinnuleysið
er mest á Suðurnesjum 3,3% og 3,2% á höfuðborgarsvæðinu, en minnst
á Vesturlandi, Norðurlandi vestra og á Austurlandi 1,6%.