2,6% atvinnuleysi í september

Í septembermánuði síðastliðnum voru skráðir 85.538 atvinnuleysis-dagar á landinu öllu sem jafngilda því að 3.891 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þessar tölur jafngilda 2,6% af áætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis um mannafla á vinnumarkaði í september 2004. Áætlaður mannafli á vinnumarkaði í september 2004 er 147.411. Til samanburðar mældist atvinnuleysið 2,9% í ágúst sl. og 2,7% í september 2003. Að mati Vinnumálastofnunar er líklegt að atvinnuleysið aukist heldur í október og verði á bilinu 2,6-2,9%.

Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu mældist 3,1% en 1,9% á landsbyggðinni. Á landsbyggðinni er atvinnuleysið mest á Norðurlandi eystra, 2,8%, en minnst á Norðurlandi vestra, 1,1%, Austurlandi, 1,2% og 1,4% á Vesturlandi og Vestfjörðum. Á landinu öllu mælist atvinnuleysi meðal karla 2,1% en 3,4% meðal kvenna.

Sjá nánar á vef Vinnumálastofnunar.