2,5% kaupmáttaraukning á árinu 2002

Á tímabilinu frá 4. ársfjórðungi 2001 til 4. ársfjórðungs 2002 hækkuðu regluleg laun að meðaltali um 4,8%, samkvæmt niðurstöðum launakönnunar Kjararannsóknarnefndar. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 2,3% og samkvæmt því jókst kaupmáttur launa að meðaltali um 2,5%. Laun kvenna hækkuðu um 5,6% en laun karla um 4,4%.

Þessar tölur sýna að launaskrið hefur minnkað verulega og er komið niður á það stig sem einkennir vinnumarkað í jafnvægi.

Sjá nánar í fréttabréfi Kjararannsóknarnefndar.