2,3% atvinnuleysi í júlí
Í júlímánuði síðastliðnum voru skráðir 81.118 atvinnuleysisdagar á landinu öllu, sem jafngildir því að 3.530 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum, samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar. Þessar tölur jafngilda 2,3% af áætlun Þjóðhagsstofnunar um mannafla á vinnumarkaði í júlí 2002. Meðalfjöldi atvinnulausra var um 0,8% minni í júlí en í júní en rúmlega tvöfaldaðist frá júlí í fyrra. Síðustu 10 ár hefur atvinnuleysið minnkað um 7,1% frá júní til júlí svo árstíðarsveiflan nú er mun minni.
Atvinnuleysið minnkaði alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu og á
Suðurlandi þar sem það jókst lítils háttar og á Suðurnesjum
þar sem það var svipað.