1,8% atvinnuleysi í ágúst

Í ágústmánuði sl. voru skráðir 65.550 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 2.851 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þessar tölur jafngilda 1,8% atvinnuleysi. Til samanburðar mældist atvinnuleysið 2,0% í júlí sl. og 2,9% í ágúst 2004. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi minnki enn í september og geti farið niður í allt að 1,6%, eða lægsta hlutfall á þessum árstíma síðan á árunum 1999 til 2001. Sjá nánar á vef Vinnumálastofnunar.