1,6% atvinnuleysi í febrúar

Í febrúar sl. voru skráðir 46.704 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 2.338 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá, eða 1,6% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Til samanburðar mældist atvinnuleysið einnig 1,6% í janúar sl. en 2,8% í febrúar 2005. Að mati Vinnumálastofnunar er líklegt að atvinnuleysið breytist lítið í mars og verði á bilinu 1,4-1,7%. Sjá nánar á vef Vinnumálastofnunar.