1,4% atvinnuleysi í október

Í októbermánuði síðastliðnum voru skráðir 46.025 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 2.193 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum, eða 1,4% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Til samanburðar mældist atvinnuleysið 1,4% í september sl. en 2,7% í október 2004. Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna í einstökum mánuði síðan í október 2001. Sjá nánar á vef Vinnumálastofnunar.