1,3% atvinnuleysi í mars

Í marsmánuði síðastliðnum voru skráðir 42.540 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngildir því að 1.934 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum, eða 1,3% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Atvinnuleysi í janúar og febrúar mældist einnig 1,3% en atvinnuleysi í mars er minna en á sama tíma fyrir ári þegar það mældist 1,5%. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir því að draga muni úr atvinnuleysi í apríl og það verði líklega á bilinu 1,1%-1,4%. Sjá nánar á vef Vinnumálastofnunar