11 milljónir króna á klukkustund, allan sólarhringinn, alla daga ársins

Í ávarpi sínu á aðalfundi SA 2013 sagði Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi meðal annars: "Álfyrirtækin þrjú greiddu í fyrra um 15 milljarða króna í laun, 5 milljarða króna í opinber gjöld og um það bil 40 milljarða króna í rafmagn. Sú tala er áætluð út frá opinberum tölum Landsvirkjunar um meðalverð til stóriðju."  Þess utan "keyptu álverin vörur og þjónustu af mörg hundruð íslenskum fyrirtækjum fyrir aðra 40 milljarða króna. Þetta eru því yfir 100 milljarðar af gjaldeyristekjum sem urðu eftir á Íslandi í fyrra frá þessum þremur álverum. Það gera 275 milljónir króna á dag. Rúmlega 11 milljónir króna á klukkustund, allan sólarhringinn, alla daga ársins."

Rannveig Rist á aðalfundi SA 2013

Rannveig benti á að um 300 manns starfi á verkfræðistofum við að þjónusta álverin. Verkfræðifyrirtæki og framleiðslufyrirtæki eigi nú viðskipti við álver um allan heim. Enn séu möguleikar fyrirtækja og athafnamanna til að sækja aukna þjónustu við álverin.

SMELLTU HÉR TIL AÐ HORFA Á RANNVEIGU