1000 myndir atvinnulífsins

Það stefnir í myndarlega ljósmyndasýningu á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins á miðvikudaginn þegar aðalfundur SA 2013 fer fram. Í tilefni dagsins báðu SA aðildarfyrirtæki um að senda inn ljósmyndir af starfseminni, starfsfólkinu og verðmætaframleiðslunni. Um 1.000 myndir hafa borist nú þegar og ljóst að það verður erfitt að finna veggpláss á Hilton Reykjavík Nordica undir allar myndirnar!

Mikill áhugi er á aðalfundi SA og ljóst að það verður þétt setinn bekkurinn en enn er hægt að bætast í hópinn og tryggja sér sæti á opinni dagskrá fundarins kl. 14-16 þann 6. mars.

Nánari upplýsingar og dagskrá

Skráning á aðalfund SA 2013