10 tillögur til að koma Íslandi í fremstu röð

Samtök atvinnulífsins hafa sett fram metnaðarfulla stefnu: Að Ísland verði meðal 10 samkeppnishæfustu þjóða heims innan 10 ára. Náist það markmið verður atvinnulífið fjölbreyttara og það mun skila meiri arðsemi. Verðmætasköpun þjóðarinnar mun jafnframt aukast sem er forsenda fyrir betri lífskjörum Íslendinga. Stefnan var kynnt á Ársfundi atvinnulífsins sem fram fór í Hörpu 3. apríl.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði á fundinum að stefnumörkun SA væri rökrétt og vel framkvæmanleg. Þá sagði Stephane Garelli, framkvæmdastjóri IMD rannsóknarstofnunarinnar í Sviss, að það væri raunhæft markmið fyrir Ísland að komast í fremstu röð á næstu árum. Á Íslandi væri fullt af hæfu fólki sem gæti tryggt það. IMD sérhæfir sig í rannsóknum á samkeppnishæfni þjóða heimsins.

Tillögurnar má nálgast hér að neðan:

Smelltu til að lesa

Tegnt efni:

Ávarp Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Viðtal við Stephane Garelli