Fjölbreytni og þekking skapa verðmæti

Í fyr­ir­tækj­un­um skipta starfs­menn­irn­ir öllu. Á vinnu­stöðunum starfar sam­an fólk með mis­mun­andi bak­grunn að lausn fjöl­breyttra verk­efna sem geta verið svipuð frá degi til dags en geta líka verið margs kon­ar og falið í sér erfiðar áskor­an­ir.

Þekk­ing, reynsla og mennt­un fólks er ætíð ólík en þegar hæfi­leik­ar og geta margra nýt­ist verður niðurstaðan gjarn­an miklu áhrifa­meiri en þegar horft er til hvers og eins í hópn­um. Þetta lík­ist einna helst liðsheild í hópíþrótt­um. En við þekkj­um vel að ís­lensk landslið ná gjarn­an tölu­vert lengra en höfðatal­an ein seg­ir til um.

Auk þeirr­ar reynslu sem hver og ein ber með sér verður hver vinnustaður einnig skóli þar sem hún bæt­ir við sig þekk­ingu sem fyrirtæk­in skipu­leggja en lær­ist einnig smám sam­an eft­ir því sem starfs­reynsl­an verður meiri. Svo lengi lær­ir sem lif­ir er máls­hátt­ur sem ætíð á við.

Skól­arn­ir gera alla bet­ur í stakk búna til að tak­ast á við lífið. Þar sæk­ir fólk mennt­un og þekk­ingu og nýt­ir sam­kvæmt göml­um sannindum en gjarn­an einnig á ann­an og nýj­an hátt. Þannig eykst jafnt og þétt þekk­ing­in. Auðlind sem aldrei eyðist held­ur hef­ur þann eig­in­leika að því meira sem hún er nýtt því meira eykst hún.

Þekk­ing­in verður ekki aðeins til í skól­um, hún verður til í fyr­ir­tækj­un­um, stofn­un­um og hvarvetna sem fólk beit­ir skap­andi hugs­un til fram­fara.

Ný­sköp­un, þróun og fram­far­ir verða til af sam­starfi þar sem hver og einn í hópi fólks legg­ur sitt af mörk­um og þá er best að ekki séu all­ir steypt­ir í sama mót. Kon­ur, karl­ar, inn­fædd­ir, aðflutt­ir, tækni­fólk, iðnaðar­menn, há­skóla­borg­ar­ar, all­ir hafa sitt að segja og sömuleiðis þeir sem ekki hafa sótt form­lega mennt­un utan síns fyr­ir­tæk­is. Fjöl­breytn­in skap­ar getu til að leysa flók­in viðfangs­efni sem eru langt um­fram getu hvers og eins.

Í dag, fimmtu­dag, fer fram mennta­dag­ur at­vinnu­lífs­ins í sjón­varpi at­vinnu­lífs­ins. Þar fjalla stjórn­end­ur í at­vinnu­líf­inu um hvernig fyrirtæki þeirra nálg­ast margs kon­ar viðfangs­efni og hvernig þeir leita lausna á stór­um og smá­um áskor­un­um. Þar má sjá hve mis­jafn­lega menn bera sig en mark­miðið er alltaf það sama. Að auka verðmæta­sköp­un, bæta af­komu fólks og fyr­ir­tækj­anna sem það starfar hjá. Þar dug­ar eng­in bráðalausn held­ur sveigj­an­leiki, seigla og sam­heldni.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu.