Yfirlýsing frá Samtökum atvinnulífsins (1)

Samtök atvinnulífsins vilja koma eftirfarandi á framfæri og leiðrétta misskilning, sem fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga. Samtök atvinnulífsins eru fylgjandi þeirri sáttastefnu, sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir markaði og hrinti í framkvæmd með stofnun og starfi endurskoðunarnefndar um stjórn fiskveiða.

 

SA leggja áherslu á að endurskoðunarnefndin, sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir setti á laggirnar og lauk störfum í september síðastliðnum, náði víðtækari sátt en áður eru dæmi um á þessum vettvangi eftir að forsætis- og fjármálaráðherra höfðu sjálf beitt sér fyrir að leitað yrði samkomulags á grundvelli svokallaðrar samningaleiðar.

Samningaleiðin er því niðurstaða, þar sem nær allir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi auk fulltrúa stjórnarflokka og tveggja stjórnarandstöðuflokka komust að sameiginlega.

 

Að framansögðu er ljóst að Samtök atvinnulífsins eru fylgjandi breytingum á málefnum sjávarútvegsins og hafa lýst yfir fullum vilja til að halda áfram nauðsynlegri vinnu þar að lútandi.  Fullyrðingar um annað eru rangar.

 

Samtök atvinnulífsins benda á þá augljósu staðreynd í þessu samhengi að samningaleið í sjávarútvegi verður eingöngu farin með þátttöku hagsmunaaðila í sjávarútvegi.

 

Tengt efni:

 

Ályktun stjórnar SA 1. febrúar 2011: Atvinnuleiðin