„Víst getur þú lært stærðfræði"

Starfsmenntaráð félags- og tryggingamálaráðuneytisins, sem starfar samkvæmt lögum um starfsmenntun í atvinnulífinu, nr. 19/1992, hefur úthlutað vegna ársins 2010 rúmlega 55 milljónum króna úr starfsmenntasjóði til 39 verkefna. Kynningarfundur um úthlutun sjóðsins fer fram á morgun, þriðjudaginn 12. október kl. 11:30 í húsakynnum Mímis - símenntunar, Skeifunni 8, Reykjavík.

 

Að þessu sinni var lögð áhersla á fræðsluverkefni sem stuðla að atvinnusköpun og fela í sér nýsköpun og þróun. Einnig var lögð áhersla á fræðsluverkefni á sviði fræðslu, ráðgjafar eða þjálfunar sem miða að því að vinna gegn neikvæðum áhrifum breytinga í kjölfar efnahagskreppu s.s. vegna breytinga á störfum, stöðu einstaklinga á vinnumarkaði og á starfsemi fyrirtækja og stofnana. 

 

Meðal þeirra aðila sem hlutu styrk að þessu sinni var Mímir - símenntun vegna verkefnisins „Víst getur þú lært stærðfræði".

Dagskrá:

  1. Ingi Bogi Bogason, formaður Starfsmenntaráðs, býður gesti velkomna.

  2. Guðbjartur Hannesson félags- og tryggingamálaráðherra kynnir úthlutanir úr starfsmenntasjóði.

  3. Guðjón Jónsson og Ingibjörg Stefánsdóttir verkefnastjórar hjá Mími - símenntun gera grein fyrir verkefninu „Víst getur þú lært stærðfræði".