Vinnuverndarvikan 19.-23. október: Ráðstefna um áhættumat 20.10.

Vinnuverndarvika Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar árið 2009 verður 19.-23. október nk. Hún mun fjalla um áhættumat. Í sérstöku vinnuverndarátaki verður sjónum beint að mikilvægi þess að gert sé áhættumat fyrir alla vinnustaði. Áhættumatið á að styrkja vinnuverndarstarf innan fyrirtækja með skýrri ábyrgð og virkni atvinnurekenda, stjórnenda og kerfisbundinni þátttöku starfsmannanna sjálfra með hjálp öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða.

 

Í tengslum við vinnuverndarvikuna 2009 verða veittar viðurkenningar til fyrirtækja sem hafa gert vandað áhættumat.


Ráðstefna Vinnuverndarvikunnar ÁHÆTTUMAT FYRIR ALLA verður haldin í Gullteigi á Grand Hótel, þriðjudaginn 20. október 2009. kl. 13-16. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis.

 

Sjá nánar á vef Vinnueftirlitsins