Vika símenntunar 3.-9. september (1)

Vika símenntunar verður 3.-9. september 2001. Menntamálaráðuneytið og verkefnisstjórn um símenntun standa fyrir vikunni en markmið hennar er að vekja athygli fólks á mikilvægi menntunar og hvetja það til að auka við þekkingu sína og færni. Líkt og undanfarin ár eru fyrirtæki og almenningur hvött til þátttöku. Þema vikunnar er tölvulæsi og tungumálanám, en í ár er samevrópskt ár tungumála. Dagskráin verður kynnt síðar á vef Menntar http://mennt.is/simenntun/