Viðurlög við efnahagsbrotum

Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja efna til morgunverðarfundar á Grand Hótel Reykjavík, þriðjudaginn 13. febrúar kl. 8:00 - 10:00. Á fundinum verður rætt um fyrirhugaða breytingu á samkeppnislögum og frumvarp til laga um viðurlög við brotum á fjármálamarkaði. Fulltrúar iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis munu kynna fyrirhugaðar lagabreytingar og fulltrúar atvinnulífsins munu lýsa viðhorfum sínum til þeirra.

 

Yfirskrift fundarins er Viðurlög við efnahagsbrotum. Formleg dagskrá hefst að loknum morgunverði kl. 8:30 en þá mun Jónína S. Lárusdóttir, skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti,  fjalla um frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum. Áslaug Árnadóttir, lögfræðingur í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, fjallar um frumvarp til laga um viðurlög við brotum á fjármálamarkaði. Guðrún Björk Bjarnadóttir lögmaður hjá SA ræðir um viðurlög við brotum á samkeppnislögum og Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræðiráðgjafar  Landsbanka Íslands, um viðurlög við brotum á fjármálamarkaði. Fundarstjóri er Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.  

 

Þátttökugjald er kr. 1.500 með morgunverði. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér á vef SA eða í síma 591-0000.

 

Skráið þátttöku með því að smella hér

 

Dagskrá fundarins (PDF-skjal)

 

Frumvarp til laga um  breytingu á samkeppnislögum

 

Frumvarp til laga um breytingar á viðurlögum við brotum á fjármálamarkaði