Viðurkenning prófskírteina og starfsréttinda innan EES (1)

Dagana 8.- 9. október verður efnt til námstefnu um gagnkvæma viðurkenningu prófskírteina og starfsréttinda á Evrópska efnahagssvæðinu. Námstefnan er öllum opin, en hún er ætluð öllum þeim sem fara með ráðningar og mat á starfs- og námsréttindum erlendra ríkisborgara sem ráða sig til vinnu hérlendis, en erlendir ríkisborgarar munu nú vera um 8% þeirra sem eru í launaðri atvinnu hér á landi. Meðal þeirra sem málið snertir eru samtök vinnumarkaðarins, embættismenn sem fara með starfsréttindi, starfsmenn stéttarfélaga, sveitarfélaga, menntastofnana og samtaka sem greiða götu innflytjenda. Sjá nánar »