Úr vörn í sókn: Hvað gerðu finnsku fyrirtækin? (1)

Þriðjudaginn 20. janúar næstkomandi efna Samtök atvinnulífsins, Félag kvenna í atvinnurekstri og Finnsk-íslenska viðskiptaráðið til morgunverðarfundar um hvernig finnskt atvinnulíf snéri úr vörn í sókn í efnahagsþrengingunum í Finnlandi á árunum 1991-1994.

 

Fulltrúar finnskra atvinnulífssamtaka munu lýsa því hvernig finnsk fyrirtæki brugðust við efnahagsþrengingunum og hvað megi af því læra. Fundurinn fer fram á Hótel Sögu í Súlnasal kl. 8:30-10:00.

 

Skráning og morgunverður frá kl. 8:00. Þátttökugjald kr. 2.500.

Sjá nánar »