Uppfinninga- og frumkvöðlaþing kvenna í Hörpu

Búist er við hátt í þrjú hundruð innlendum og erlendum gestum á EUWIIN 2011, Uppfinninga- og frumkvöðlaþing kvenna sem fram fer í Hörpu 25.-26. maí nk. Um er að ræða fyrstu alþjóðlegu ráðstefnuna sem haldin verður í Hörpu og fá aðildarfyirtæki SA 20% afslátt af þátttökugjaldi.

 

Á ráðstefnunni verða flutt fjölmörg erindi m.a. fjallað um hugverkaréttindi, vöruþróun, fjárfestingar, markaðsvæðingu, miðlun upplýsinga og upplýsingatækni. Þá fara fram hringborðsumræður karla og kvenna þar sem m.a. verður leitað svara við því hvers vegna konur hasli sér ekki völl á sviði vísinda og tækni líkt og karlar?

 

Á EUWIIN 2011 í Hörpu verður sýning á athyglisverðum nýjungum 50 kvenna frá 10 löndum, sem keppa um hin eftirsótu verðlaun EUWIIN. Tilgangur ráðstefnunnar er m.a. að styrkja og auka alþjóðlegt tengslanet kvenna í uppfinninga- og frumkvöðlastarfsemi um víða veröld. Meðal annars er unnið að auknu samstarfi við sambærileg félög, skóla og fyrirtæki víða um heim til að stuðla að auknum áhuga, tækifærum og jafnrétti kvenna á sviði frumkvöðlastarfsemi. Ráðstefnan er opin jafnt körlum sem konum, og er tilgangurinn jafnframt að hvetja fólk til að framkvæma hugmyndir sínar.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning á www.kvenn.net