Umsögn SA um frumvarp til samkeppnislaga

Samtök atvinnulífsins hafa skilað umsögn um frumvarp til samkeppnislaga. Samtökin fagna þeim hugmyndum sem lagt er til í frumvarpinu að gerðar verði á skipulagi samkeppnis-yfirvalda, enda eru þær í anda þess sem samtökin hafa áður lagt til, sbr. skýrslu samkeppnislagahóps Samtaka atvinnulífsins frá maí 2002.  Samtökin telja það hins vegar áhyggjuefni að samkeppnislögin skuli ekki hafa verið endurskoðuð í heild með tilliti til þarfa fyrir ný úrræði í íslenskum samkeppnisrétti.  Samtökin telja mjög brýnt að taka á atriðum í lögunum sem ekki sæta endurskoðun í frumvarpinu.

 

Áréttað er að virk samkeppni í viðskiptum og hagkvæm nýting framleiðsuþátta þjóðfélagsins er brýnt hagsmunamál fyrir atvinnulífið. Það skiptir atvinnulífið jafnframt miklu að hér gildi sambærileg samkeppnisskilyrði og leikreglur og annars staðar á EES svæðinu.  Þau atriði sem umsögn Samtaka atvinnulífsins beinist að eru:

  • Heimildir Samkeppniseftirlits til skipulagsbreytinga skv. 16. gr., einkanlega að því er varðar heimild til uppskiptingar fyrirtækja. Gera verður þær kröfur að gerð sé ítarleg úttekt á mögulegum áhrifum á íslenskt viðskiptaumhverfi áður en úrræði sem þetta er tekið upp í íslenskan rétt. 
  • Viðmiðunarmörk minniháttarreglu 13. gr. vegna samstarfs milli fyrirtækja sem samtökin telja brýnt að hækka. 
  • Veltumörk 17. gr. fyrir tilkynningarskyldan samruna sem samtökin telja einnig brýnt að verði hækkuð.
  • Reglur um framkvæmd húsleitar.
  • Óskýr og úrelt viðurlagaákvæði samkeppnislaga.

Þá telja Samtök atvinnulífsins æskilegt að Samkeppniseftirlitið leggi áherslu á leiðbeiningu og fræðslu gagnvart fyrirtækjum. 

 

Sjá umsögn SA.