Tryggingar og áhættumat vegna mengunar hafs og stranda

Um síðustu áramót gengu að fullu í gildi lög nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda. Samkvæmt þeim ber fyrirtækjum sem falla undir viðauka sem fylgir lögunum að taka ábyrgðartrygginu eða leggja fram aðra fullnægjandi tryggingu að upphæð einni milljón SDR. Auk þessa ber fyrirtækjum sem falla undir viðaukann með lögunum og geta valdið mengun hafs og stranda að gera áætlun um viðbrögð við bráðamengun.

 

Að undanförnu hafa Umhverfisstofnun og sum heilbrigðiseftirlitsumdæmi verið að ganga eftir gögnum um þessi mál hjá þeim fyrirtækjum sem undir lögin falla.  Samkvæmt lögunum er það Umhverfisstofnun sem fer með eftirlit með þeim. Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök fiskvinnslustöðva og Landssamtök fiskvinnslustöðva hafa útbúið leiðbeiningar og dæmi um viðbragðsáætlanir og hættumat. Leiðbeiningarnar má nálgast hér (PDF-skjal).