Þróun símenntunar – ráðstefna 26. mars

Föstudaginn 26. mars standa Rannsóknaþjónusta HÍ, menntamálaráðuneytið, SA, ASÍ og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fyrir ráðstefnu um þróun símenntunar á Íslandi og í Evrópu, aðgengi og fjármögnun. Ráðstefnan verður haldin í hátíðarsal HÍ og hana ávarpar hópur innlendra og erlendra sérfræðinga. Sjá nánar á vef Rannsóknaþjónustu HÍ.