Þjónustugjöldin lægst hér á landi

Í nýrri skýrslu GJ Fjármálaráðgjafar fyrir Samtök banka og verðbréfafyrirtækja er borinn saman kostnaður almennings af þjónustu banka og sparisjóða í fjórum löndum, Danmörku, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Skýrslan byggir á samanburði á verði alls 27 þjónustuliða í 19 bönkum og útreikningi á notkun íslensks meðalviðskiptavinar á þessum þjónustuliðum.

 

Árleg gjöld meðalneytanda á Íslandi af þjónustu banka og sparisjóða eru samkvæmt könnuninni 3172 kr. en 13.205 kr. að jafnaði í hinum löndunum. Séu einstakir þjónustuliðir skoðaðir eru þeir ódýrari hjá íslensku bönkunum í 23 af 27 tilvikum en í hinum löndunum að meðaltali.

 

Sé einnig litið til þess kostnaðar sem útgefendur greiðsluseðla bera og færslugjalda debetkorta sem móttakendur debetkortagreiðslna, t.d. kaupmenn, greiða, eru þjónustugjöld í Danmörku lægri en hér á landi. Í Noregi og Svíþjóð eru gjöldin hinsvegar verulega hærri en í Danmörku og á Íslandi.

 

Sjá fréttatilkynningu SBV um skýrsluna.

 

Sjá skýrsluna í heild á vef SBV (pdf-skjal).