Þakkarkveðjur til atvinnulífs í Færeyjum

Samtök atvinnulífsins hafa sent Føroya Arbeiðsgevarafelag - samtökum atvinnulífsins í Færeyjum - þakkarkveðjur fyrir stuðning á erfiðum tímum í efnahagslífi Íslands. Þór Sigfússon, formaður SA, segir í bréfi til Jóhans Páls Joensen, fomanns FA, að það sé íslensku atvinnulífi mikilvægt að finna stuðning frá frændum okkar þegar á móti blæs. Samskipti íslensks og færeysks atvinnulífs hafi verið ánægjuleg í gegnum tíðina og þau megi vonandi efla enn frekar í framtíðinni.

 

Sjá nánar:

 

Bréf formanns SA (PDF)

 

Kveðja FA til SA

 

Vefur Føroya Arbeiðsgevarafelag