Tæknileg innleiðing rafrænna reikninga - námskeið Staðlaráðs

Staðlaráð Íslands efnir til námskeiðs 18. nóvember fyrir tæknimenn  sem annast útfærslu og innleiðingu á rafrænum reikningum.

 

Marmkimið  námskeiðsins er að þátttakendur öðlist skilning á uppbyggingu staðla fyrir rafræna reikninga og geti innleitt slíka reikninga samkvæmt tækniforskriftinni TS 135.

 

Meðal efnis:

 

Helstu staðlar og hlutverk þeirra - Uppbygging NES og BII - Innihald rafræns reiknings - Sannreyning rafrænna reikninga  - Útfærslur við almenna dreifingu og móttaka - Umgjörð rafrænna viðskipta, burðarlag, lagakröfur, vistun - Verkefni við útfærslu rafræns reiknings

 

Nánari upplýsingar og skráning á vef Staðlaráðs Íslands