Styrkir vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu - kynningarfundur

Starfsmenntaráð kynnir áherslur sínar á opnum fundi sem haldinn verður fimmtudaginn 8. janúar 2009 kl. 12:00- 13:30 í húsakynnum Mímis - símenntunar, Skeifunni 8, Reykjavík.

 

Meðal annars verða kynntar áherslur við úthlutun styrkja úr Starfsmenntasjóði árið 2009 en þar verður eftirfarandi haft til hliðsjónar:

  • Verkefni sem tengjast erfiðri stöðu á vinnumarkaði. 
    Verkefni nýtist þeim hópum sem misst hafa atvinnu eða eru í sérstakri áhættu með að missa vinnu.

  • Opinn flokkur. 
    Lögð er áhersla á nýsköpun og þróun í starfsmenntun sem tengist erfiðri stöðu fyrirtækja á samdráttartímum í atvinnulífi.

Hægt verður að senda inn umsóknir  á vef Starfsmenntaráðs frá 8. janúar næstkomandi.

 

Umsóknarfrestur er til 30. janúar 2009.

 

Sjá nánar á vef Starfsmenntaráðs