Styrkir vegna starfsmenntunar (1)

Starfsmenntaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu. Að þessu sinni leggur ráðið ekki áherslu á tiltekin verkefni eða málaflokka, en forgangs munu njóta verkefni sem fela í sér frumkvæði og nýsköpun í starfsmenntun og sem líkleg eru til að efla viðkomandi starfsgrein eða atvinnusvæði. Til úthlutunar eru 55 milljónir og umsóknarfrestur er til febrúarloka. Sjá nánar á vef Starfsmenntaráðs.