Stjórnunarhættir hlutafélaga – fundur 3. mars

Háskólinn í Reykjavík og LOGOS lögmannsþjónusta standa fyrir morgunverðarfundi í Stjórnendabauninni, Háskólanum í Reykjavík, miðvikudaginn 3. mars. Á fundinum verður fjallað um stjórnunarhætti í hlutafélögum og hvernig framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og einstök Evrópuríki hafa leitað leiða til efla stjórnkerfi og stjórnunarhætti hlutafélaga í því skyni að styrkja stöðu hluthafa/fjárfesta og þar með markaðinn.

 

Fundurinn hefst með því að Áslaug Björgvinsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, fjallar um stjórnunarhætti einkum í ljósi hlutafélagalaganna.

 

Síðan mun dr. Jan Schans Christensen, prófessor í félagarétti við lagadeild Háskólans í Kaupmannahöfn, flytja erindi á ensku sem ber heitið Corporate Governance in a European context: The Commission´s action plan and national developments. A presentation of Europe´s response to corporate scandals and market failure. Dr. Jan Schans mun fjalla um fyrirhugaðar aðgerðir til að efla stjórnunarhætti hlutafélaga innan Evrópusambandsins og þróunina innan einstakra ríkja ESB. Meðal annars mun hann víkja að aðdraganda og efni leiðbeininga um góða stjórnunarhætti sem gilda um félög sem eru skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn og byggja á svokallaðri Nørby skýrslu sem var birt í desember 2001.

 

Að erindum loknum verður gefinn kostur á fyrirspurnum og umræðum. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki kl. 10.00. Fundarstjóri verður Jakob R. Möller hæstaréttarlögmaður. Fundurinn er öllum opinn.

 

Tilkynna þarf þátttöku til til: ingad@ru.is og hildur@ru.is eða í síma 599 6258 og 599 6268.

 

 

Verð (með morgunverði) kr. 2000