Stjórnarhættir fyrirtækja, önnur útgáfa

Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands og Kauphöll Íslands hafa gefið út endurskoðaðar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja sem fyrst komu út árið 2004. Mikil og góð reynsla var af leiðbeiningunum og ákveðið var að gefa út nýjar og uppfærðar leiðbeiningar til að svara kalli atvinnulífsins.

 

Samkvæmt reglum Kauphallar Íslands er fyrirtækjum sem skráð eru í hana, skylt að fara að leiðbeiningunum. Leiðbeiningarnar henta einnig öðrum fyrirtækjum og hefur reynslan verið sú að leiðbeiningarnar hafa víða verið notaðar. Það er vænleg leið til árangurs að atvinnulífið sjálft sýni frumkvæði og taki upp starfsreglur sem styrkja innviði fyrirtækja og auka traust milli almennings og fyrirtækja. Gagnkvæm tiltrú almennings og atvinnulífs er lykill að bættri samkeppnisstöðu Íslands og betri lífskjörum.

 

Leiðbeiningarnar má nálgast hjá Viðskiptaráði Íslands.