Stefnumót Litla Íslands

Litla Ísland efnir til stefnumóts, miðvikudaginn 20. nóvember kl. 8.30-10 á Grand Hótel Reykjavík, til að fylgja eftir Smáþingi sem haldið var þann 10. október 2013.

 

Taktu því daginn frá og skráðu þig til leiks en á þessum opna vinnufundi verða teknar ákvarðanir um helstu áherslur og markmið í starfi Litla Íslands - nýs vettvangs þar sem lítil fyrirtæki vinna saman óháð atvinnugreinum.

 

Það eru Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA sem eru bakhjarlar Litla Íslands. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan. Sjáumst!

 

SMELLTU TIL AÐ SKRÁ ÞIG

 

Litla Ísland er á Facebook: www.facebook.com/LitlaIsland