Stefnumót atvinnulífsins í Evrópu

Stefnumót atvinnulífsins í Evrópu fram fer í Brussel 15.-16. mars næstkomandi þar sem umræður um stöðu og framtíð Evrópu á 50 ára afmæli Rómarsáttmálans verða áberandi. Forsætisráðherrar, stjórnendur stórfyrirtækja og leiðtogar Evrópusambandsins munu stinga saman nefjum og ræða samkeppnishæfni Evrópu ofan í kjölinn ásamt hundruðum blaðamanna en búist er við að þátttakendur verði á þriðja þúsund.

 

Samtök atvinnulífsins í Evrópu (BUSINESSEUROPE) og framkvæmdastjórn ESB eru meðal þeirra sem standa að stefnumóti atvinnulífsins í Evrópu og fer það nú fram í fimmta sinn. Yfirskrift þess er Reform to Perform: Europe is our Business. Meðal þess sem verður rætt um eru menntamál, rafræn viðskipti, aðgangur að fjármagni, leiðir til að efla atvinnulíf í Evrópu, heilbrigðismál og lýðfræðileg þróun, siðferði í viðskiptum, hnattvæðing, orku- og loftslagsmál og framtíð Evrópusamstarfsins svo fátt eitt sé nefnt.

 

Nánari upplýsingar og skráning: www.ebsummit.org

 

Vefur BUSINESSEUROPE