Stefnir í fjölmenni á aðalfundi SA í dag

Hátt í 400 manns hafa boðað komu sína á aðalfund Samtaka atvinnulífsins sem fer fram í dag, miðvikudaginn 22. apríl. Yfirskrift fundarins er Atvinnulífið skapar störfin en fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn hefst kl. 14:00 með venjulegum aðalfundarstörfum en opin dagskrá hefst kl. 15:00 með erindi formanns SA, Þórs Sigfússonar, og ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Þrír stjórnendur úr atvinnulífinu munu leggja á ráðin um hvernig hægt sé að skapa 20.000 störf, þau Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa og Steinunn Sigurðardóttir, fatahönnuður.

Dagskrá lýkur kl. 16:30 þegar atvinnulífið kveður vetur og fagnar sumri. Þá gefst kærkomið tækifæri til að hitta fólk úr öllum geirum atvinnulífs á Íslandi til skrafs og ráðagerða um hvernig hægt er að leggja grunn að kröftugu samfélagi til framtíðar.

 

Á aðalfundi SA verða fulltrúar fyrirtækja sem veita 50-60 þúsund manns atvinnu.

Í SA eru um 2.000 aðildarfyrirtæki - 3 af hverjum 4 með 20 starfsmenn eða færri.

 

Fundarstjóri er Hrund Rudolfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Marel Food Systems. 

 

Smellið hér til að nálgast dagskrá fundarins (PDF)