Starfsmenntaverðlaunin 2005 - tilnefningar berist fyrir 28. október

Starfsmenntaverðlaunin verða veitt þann 4. nóvember næstkomandi. Verðlaunin verða veitt í þremur flokkum: flokki fyrirtækja, flokki fræðsluaðila og í opnum flokki sem nær meðal annars til einstaklinga og verkefna. Tilnefningar sendist á mennt@mennt.is fyrir 28. október á þar til gerðum eyðublöðum. Sjá nánar á vef Menntar.