Starfsmenn fiskimjölsverksmiðja fái sömu launahækkun og aðrir

Samtök atvinnulífsins hafa boðið starfsmönnum fiskimjölsverksmiðja sambærilega hækkun launa og öðrum á vinnumarkaði stendur til boða. SA leggja áherslu á að samið verði til þriggja ára og launahækkanir verði 7-8% sem er meiri hækkun launa en í nágrannalöndunum. Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA, segir í samtali við fréttastofu RÚV í dag að reynt verði til þrautar að ná samningum áður en boðað verkfall starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum skellur á í næstu viku. Miklir hagsmunir séu í húfi en það liggi fyrir að þjóðfélagið geti orðið fyrir milljarðatjóni. Þá muni fyrirtækin einnig verða fyrir skaða komi til verkfalls og margt starfsfólk þeirra sem ekki starfi í fiskimjölsverksmiðjunum verða af mikilvægum tekjum.

 

Sjá nánar:

 

Umfjöllun RÚV 8. febrúar 2011

 

Umfjöllun á sa.is:

 

Starfsmenn fiskimjölsverksmiðja ekki hækkaðir umfram aðra

 

Loðnubrestur af mannavöldum yfirvofandi

 

Verkfall dæmt ólögmætt