Stækkun EES: um 1% myndi hyggja á flutning

Framkvæmdastjórn ESB hefur gert kannanir á því meðal íbúa hinna tíu væntanlegu aðildarríkja ESB (og EES), hvort þeir myndu hyggja á flutning til einhvers núverandi aðildarríkja við stækkun, að því gefnu að þeir hefðu frjálsan aðgang að vinnumarkaði allra þessara ríkja. Sem kunnugt er hafa nær öll núverandi aðildarríki ESB (og EES) kosið að nýta sér rétt til að viðhafa aðlögunartíma í a.m.k. tvö ár hvað varðar frjálsa för íbúa nýju aðildarríkjanna.

 

1% myndi hyggja á flutning

Samkvæmt samanlagðri niðurstöðu kannana ESB myndi eitt prósent íbúa hyggja á flutning til einhvers núverandi aðildarríkjanna á næstu fimm árum, eða um 220 þúsund manns. Eftir stækkun verða íbúar ESB alls um 450 milljónir. Af reynslu ESB að dæma má ætla að færri muni í raun flytjast búferlum en gefa upp áform um slíkt í könnunum.

 

Áhyggjur af miklum fólksflutningum óþarfar

Að sögn framkvæmdastjórnarinnar er þessi niðurstaða mjög í anda fyrri niðurstaðna úr sambærilegum könnunum, og staðfestir að áhyggjur af miklum straumi innflytjenda eftir stækkunina 1. maí eiga ekki við rök að styðjast.

 

Sjá nánar á vef framkvæmdastjórnar ESB.