Skattalækkanir öllum í hag

Samtök atvinnulífsins efna til hádegisfundar 16. nóvember í samstarfi við ýmsa aðila um skattalækkanir. Þar mun einn kunnasti hagfræðingur heims, prófessor Arthur B. Laffer, tala um árangur af skattalækkunum. Laffer vakti heimsathygli, þegar hann setti fram þá kenningu á 8. áratug 20. aldar, að skatttekjur ríkisins þyrftu ekki að minnka, heldur gætu jafnvel aukist, þegar skattar væru lækkaðir.

 

Laffer dró upp boga, sem sýnir skatttekjur aukast við aukna skattheimtu (í %), þangað til komið er að ákveðnu hámarki, en eftir það minnka skatttekjurnar. Þetta merkir, að minni skattheimta gæti leitt til aukinna skatttekna. Laffer hafði talsverð áhrif á skattastefnu Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta, og skattar hafa verið lækkaðir eftir þessari hugsun annars staðar, meðal annars á Spáni í lok 20. aldar. Á Íslandi hafa skattalækkanir, sérstaklega á fyrirtækjum, líka haft í för með sér auknar skatttekjur. Dr. Guðmundur Magnússon, prófessor emeritus og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, mun bregðast við erindi Laffers. Yfirskrift fundarins er Íslenska efnahagsundrið.

 

Dagskrá

 

12.00 Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra: Setningarávarp

 

12.05 Próf. Arthur B. Laffer: The Benefits of Tax Cuts

 

12.45 Próf. Guðmundur Magnússon: Comments

 

12.55 Umræður og fyrirspurnir

 

13.10 Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar: Lokaorð

 

Fundarstjóri: Ingimundur Sigurpálsson, formaður SA

 

Fundarstaður: Bókasalur Þjóðmenningarhússins 16. nóvember 2007 kl. 12-13.15

 

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis

 

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að smella hér

 

Nánar um Arthur B. Laffer