Skattadagurinn 2008

Skattadagur Deloitte, í samstarfi við Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands og Viðskiptablað Morgunblaðsins, verður haldinn miðvikudaginn 9. janúar 2008 á Grand Hótel Reykjavík. Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, setur fundinn en meðal frummælenda er Richard Teather skattasérfræðingur og kennari við háskólann í Bournemouth. Hann mun fjalla um skattasamkeppni á milli landa, en hún felur í sér að einstök lönd reyna að laða til sín fjármagn og starfsfólk með því að bjóða fram lága skatta. Teather segir skattasamkeppni vera öllum í hag, sérstaklega þeim löndum, sem nýti sér kosti alþjóðlegrar verkaskiptingar og frjálsra viðskipta.  Skattasamkeppni haldi jafnframt í skefjum viðleitni stjórnmálamanna til að hækka skatta. Með því auki hún hagsæld og auðveldi fjárfestingar. Sjá nánar »