SFF: Fundur um verklagsreglur um úrslausn á skuldavanda fyrirtækja

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) efna til morgunverðarfundar um sameiginlegar verklagsreglur um úrlausn á skuldavanda fyrirtækja miðvikudaginn 3. mars kl. 8:30-10:00 á Hótel Nordica (sal I).

 

Brynhildur Georgsdóttir, umboðsmaður viðskiptavina Arion banka, mun kynna verklagsreglurnar, Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur, fjallar um siðferðissjónarmið og verklagsreglur, Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður fjallar um verklagsreglur og lagaleg álitaefni og María Thejll, formaður eftirlitsnefndar fjallar um verklagsreglur og hlutverk eftirlitsnefndarinnar.

 

Fundarstjóri er Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ

 

Skráning með tölvupósti á Samtök fjármálafyrirtækja: sff@sff.is

 

Sjá einnig dagskrá á vef SFF