Samkeppni og val í opinberri þjónustu

Einn fremsti fræðimaður Breta á sviði heilbrigðis- og velferðarmála, Julian Le Grand prófessor við London School of Economics, flytur erindi á síðdegismálþingi Stofnunar stjórnsýslufræða og Félags forstöðumanna ríkisstofnana mánudaginn 11. febrúar. Auk fjölda trúnaðarstarfa fyrir bresku ríkisstjórnina er prófessor Le Grand einn helsti höfundur þeirra umbóta ríkisstjórnar Tony Blairs sem lúta að nútímavæðingu í opinberri þjónustu og var hann m.a. ráðgjafi forsætisráðherra við innleiðingu stefnu bresku stjórnarinnar um aukið valfrelsi notenda og samkeppni innan opinberrar þjónustu. Sjá nánar »