Samið við SGS og Flóa

Undirritaðir hafa verið kjarasamningar milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins hins vegar. Samningarnir gilda til ársloka ársins 2007. Megininntak samninganna er:

 

Almennar launahækkanir á samningstímabilinu:

 

Frá 1. mars 2004                       3,25%.

1. janúar 2005                          3,00%.

1. janúar 2006                          2,50%.

1. janúar 2007                          2,25%.

 

Aðrir kjaratengdir liðir taka sömu breytingum hlutfallslega á sömu dagsetningum, nema um annað hafi samist.

 

Ný launatafla

Sameiginlegt mat samningsaðila á kostnaðaráhrifum nýrrar launatöflu er að frá gildistöku samninganna nemi kostnaður 1,0% og aftur 1,0% hinn 1. janúar 2006. Meðal þeirra breytinga sem koma til framkvæmda við gildistöku samninganna og aftur 1. janúar 2006 er tilfærsla úr hvers konar bónus- og álags- greiðslum í taxtakaup.

 

Lífeyrismál

Framlag atvinnurekenda í samtryggingarlífeyrissjóð hækkar úr 6,0% og verður:

 

Frá 1. janúar 2005                7,0%.

Frá 1. janúar 2007                8,0%.

Frá 1. janúar 2005 fellur niður skylda atvinnurekenda til að greiða 1,0% fast í séreignasjóð án framlags launamanns. Áfram á launamaður rétt á 2% mótframlagi atvinnurekenda í séreigna- sjóð ef launamaður sparar sjálfur 2% af launum eða meira. Á móti kemur jafnframt að tryggingargjald atvinnurekenda til ríkisins lækkar um 0,45%, úr 5,73% í 5,28%. frá 1. janúar 2007. Kostnaðarhækkun atvinnurekenda vegna aukinna framlaga í lífeyrissjóði að frádreginni lækkun tryggingagjalds er áætluð 1,1% samtals þegar þessar breytingar verða að fullu komnar til framkvæmda í ársbyrjun 2007.

 

Vegna mikilvægis samtryggingarinnar í lífeyriskerfinu eru samningsaðilar sammála um að komið verði á fót sérstakri lífeyrisnefnd SA og ASÍ, til að gera tillögur um lausn á þeim vanda sem nú steðjar að lífeyrissjóðunum og um kerfisbreytingar sem horfa til lengri tíma. Nefndin skal hefja störf í marsmánuði 2004 og ljúka störfum með lokaskýrslu og beinum tillögum fyrir árslok 2004.

 

Orlofs- og desemberuppbót

Orlofs- og desemberuppbætur hækka í samræmi við almennar launabreytingar.

 

Orlofsuppbót verður kr. 21.100 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2004, kr. 21.800 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2005, kr. 22.400 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2006 og kr. 23.000 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2007.

 

Desemberuppbót verður kr. 38.500 árið 2004, kr. 39.700 árið 2005, kr. 40.700 árið 2006 og kr. 41.800 árið 2007.

 

Lágmarkstekjur

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki hækka úr kr. 93.000 og verða: 

 

Frá gildistöku samnings        kr. 100.000 á mánuði.

Frá 1. janúar 2005                kr. 103.500 á mánuði.

Frá 1. janúar 2006                kr. 106.000 á mánuði.

Frá 1. janúar 2007                kr. 108.000 á mánuði.

 

Starfsmenntamál

Starfsmenntasjóðirnir Landsmennt og Starfsafl verða starfræktir áfram, en það er samdóma álit samningsaðila og annarra sem til þekkja að mjög vel hafi til tekist í þessari starfsemi og að grettis- taki hafi verið lyft í starfsfræðslumálum verkafólks. Sjóðirnir voru fjármagnaðir af Atvinnuleysistryggingasjóði og þar með af tryggingargjaldi á fyrra samningstímabili. Því fyrirkomulagi verður haldið áfram út árið 2007 til að treysta sjóðina í sessi, en atvinnurekendur munu í áföngun taka yfir beina fjármögnun sjóðanna á seinni hluta samningstímans og greiða af launum sem hér segir:

 

Frá 1. janúar 2006                         0,05%.

Frá 1. janúar 2007 samtals            0,15%.

 

Slysatryggingar

Fjárhæðir slysatrygginga starfsmanna verða hækkaðar samkvæmt samningunum og er kostnaður vegna þess áætlaður 0,10%.

 

Samningsforsendur

Forsendur samninganna eru að verðlag þróist í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands og að kostnaðarhækkanir samninganna verði stefnumarkandi fyrir aðra samningsaðila á vinnumarkaði. Markmið aðila er að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og jafnvægi á vinnumarkaði.

 

Samkomulag um útlendinga

Samhliða samningunum er gert samkomulag um málsmeðferð í ágreiningsmálum sem snúa að því að laun og ráðningarkjör erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði séu í samræmi við ákvæði laga og kjarasamninga.

 

Heildarkostnaður

Heildarkostnaðaráhrif samninganna eru metin u.þ.b. 15,2% á samningstímanum.

 

Almenn hækkun

Töflu-hækkun

Lífeyris-sjóður

Starfs-mennta-mál

Slysa-trygging

Samtals

2004

3,25%

1,00%

 

 

0,10%

4,39%

2005

3,00%

 

0,60%

 

 

3,62%

2006

2,50%

1,00%

 

0,05%

 

3,58%

2007

2,25%

 

0,50%

0,10%

 

2,86%

Samtals

11,46%

2,01%

1,10%

0,15%

0,10%

15,24%

 

 

Sjá heildarsamning við Starfsgreinasambandið (pdf-form)

 

Sjá heildarsamning við Flóabandalagið (pdf-form)