Samfélagsábyrgð og sjálfbærniverkefni á Austurlandi

Festa og Þekkingarnet Þingeyinga standa fyrir morgunverðarfundi um samfélagsábyrgð og sjálfbærniverkefnið á Austurlandi þriðjudaginn 15. maí næstkomandi kl. 8.30 á Icelandair Hotel Reykjavík Natura, þingsal 3.

 

Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaráls og Landsvirkjunar var sett á laggirnar til að fylgjast með áhrifum framkvæmda og starfsemi álvers og virkjunar á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi. Á fundinum verður leitast við að skýra hugtök eins og sjálfbæra þróun og samfélagsábyrgð auk þess að skoða hvernig til hefur tekist með sjálfbærniverkefnið á Austurlandi.

 

Brynhildur Davíðsdóttir dósent í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands flytur erindi sem nefnist: Hvað er sjálfbær þróun? Guðlaug Gísladóttir verkefnisstjóri sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi kynnir verkefnið og helstu niðurstöður og Björn Ingimarsson bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði fjallar um verkefnið út frá sjónarhóli samfélagsins.

 

Regína Ásvaldsdóttir framkvæmdastjóri Festu er fundarstjóri. Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður með þátttöku fyrirlesara. Skráning þátttöku er hér.