Sameining samtaka á fjármálamarkaði

Aðildarfyrirtæki Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV), Sambands íslenskra tryggingafélaga (SÍT) og Sambands íslenskra sparisjóða (SÍSP) hafa ákveðið að sameinast í Samtökum fjármálafyrirtækja frá og með 1. janúar 2007. Ný Samtök fjármálafyrirtækja verða heildarsamtök fyrirtækja á fjármálamarkaði og munu eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins. Á stofnfundi samtakanna 7. nóvember var Bjarni Ármannsson kjörinn formaður stjórnar Samtaka fjármálafyrirtækja og Helgi Bjarnason varaformaður.

 

Stofnfundur SFF

 

SBV, SÍT og SÍSP munu starfa áfram með óbreyttu sniði til áramóta þegar ný skrifstofa Samtaka fjármálafyrirtækja tekur formlega til starfa. SBV og SÍT verða lögð niður frá og með áramótum, en SÍSP munu starfa áfram en öll aðildarfélög þess jafnframt vera aðilar að Samtökum fjármálafyrirtækja. Skrifstofur nýrra samtaka verða í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

 

Stjórn SFF er þannig skipuð:

 

Ásgeir Baldurs, Vátryggingafélag Íslands hf.

Bjarni Ármannsson, Glitnir banki hf.

Friðrik Jóhannsson, Straumur-Burðarás Fjárfestingarbanki hf.

Guðmundur Hauksson, SPRON

Halldór J. Kristjánsson, Landsbanki Íslands hf.

Helgi Bjarnason, Sjóvá hf.

Hreiðar Már Sigurðsson, Kaupþing banki hf.

Sævar Helgason, Íslensk verðbréf

Valgeir Pálsson, Tryggingamiðstöðin hf.