SA funda um framkvæmdir í ljósi stöðugleikasáttmálans - 2. október í Húsi atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins efna til fundar um framkvæmdir í ljósi stöðugleikasáttmálans.

 

Fundartími:       Föstudagur 2. október kl. 9:30 - 12:00

Fundarstaður:   Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35, R., 6. Hæð

Fundarstjóri:     Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA

 

Tilgangur fundarins er að ræða um framgöngu ákvæða stöðugleikasáttmálans um framkvæmdir til að stuðla að aukinni atvinnu.

 

Fundurinn er ætlaður þeim sem koma að eða tengjast ákvörðunum um meiri háttar verklegar framkvæmdir jafnt á vegum einkaaðila sem opinberra aðila. Er gert ráð fyrir að framkvæmda- og fjármögnunaraðilar ásamt fulltrúum ráðuneyta og sveitarfélaga greini á fundinum stuttlega frá stöðu við undirbúning framkvæmda og hvað kann að vera í vegi þess að framkvæmdir komist af stað. Er markmiðið að fá fram hvað þarf að gerast til þess að skýr mynd komist á framkvæmdaáform á næstu þremur vikum.

 

Góðfúslega tilkynnið þátttöku á netfangið: Jonina@sa.is eða í síma 591-0000.

 

 

Í stöðugleikasáttmálanum eru svohljóðandi ákvæði um framkvæmdir:

 

4. Framkvæmdir til að stuðla að aukinni atvinnu

Ríkisstjórnin mun greiða götu þegar ákveðinna stórframkvæmda sbr. þjóðhagsáætlun, s.s. framkvæmda vegna álvera í Helguvík og Straumsvík. Undirbúningsvinnu verði hraðað vegna áforma sem tengjast fjárfestingu í meðalstórum iðnaðarkostum, s.s. gagnaverum og kísilflöguframleiðslu. Kappkostað verður að engar hindranir verði af hálfu stjórnvalda í vegi slíkra framkvæmda eftir 1. nóvember 2009.

 

Einnig verði unnið skipulega að úrvinnslu áforma um aðrar stórfjárfestingar í atvinnulífinu þannig að taka megi ákvarðanir sem fyrst um hugsanlegan framgang þeirra.

 

Ríkisstjórnin gangi til samstarfs við lífeyrissjóði um að þeir fjármagni stórar framkvæmdir sbr. minnisblað vegna verklegra framkvæmda dags. 16.06.2009 o.fl. með sérstakri fjármögnun. Stefnt skal að því að viðræðum ríkisstjórnar og lífeyrissjóða verði lokið fyrir 1. september 2009. Aðkoma lífeyrissjóða að slíkum verkefnum útilokar ekki þátttöku annarra fjárfesta eða lánveitenda, innlendra sem erlendra.

 

Sveitarfélög og önnur stjórnvöld tryggi að farið verði að tímafrestum við gerð skipulags og allar leyfisveitingar og greitt verði fyrir nýjum fjárfestingum eins og kostur er.