SA auglýsa eftir verkefnastjóra Evrópumála

Samtök atvinnulífsins auglýsa laust til umsóknar starf verkefnastjóra Evrópumála á stefnumótunar- og samskiptasviði. Gert er ráð fyrir því að viðkomandi verji um helmingi starfstímans í Brussel. 
 

Starfssvið:

  • Fylgja eftir hagsmunamálum atvinnulífsins í tengslum við þær breytingar sem á hverjum tíma er verið að vinna að á Evrópulöggjöfinni

  • Hafa tengsl við áhrifavalda í Brussel og þekkja vel til starfshátta framkvæmdastjórnar ESB, Evrópuþingsins, Eftirlitsstofnunar EFTA og EFTA

  • Viðhalda tengslaneti innan stjórnkerfisins hér á landi, aðildarsamtaka SA, einstakra fyrirtækja og víðar

  • Vera íslenskum fyrirtækjum innan handar í Brüssel og sinna öðrum tilfallandi verkefnum

Umsóknarfrestur er til og með 9. desember.

 

Áhugasamir hafi samband við Capacent Ráðningar.

 

Sjá nánar á vef Capacent þar sem hægt er að sækja um starfið