Rætt um geðheilsu og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja (1)

Þriðjudaginn 5. febrúar kl. 8.00-10.00 munu Straumhvörf - efling þjónustu við geðfatlaða og Samtök atvinnulífsins standa fyrir morgunverðarfundi um geðheilsu og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja á Hilton Reykjavík Nordica. Á undanförnum árum hefur átt sér stað aukin umræða um hlutverk fyrirtækja í samfélaginu og að þau taki aukna samfélagslega ábyrgð með því að taka þátt í ýmsum verkefnum sem varða heilsu og hag samfélagsins. Stjórnendur og eigendur fyrirtækja hafa áttað sig á því að þátttaka fyrirtækja í samfélagslegum verkefnum hvort sem það er fjárhagslega eða á annan veg getur skilað sér með margvíslegum hætti.